Gunnlaugur Blöndal

Gunnlaugur Blöndal fæddist að Sævarlandi í Þistilfirði, en fluttist snemma með foreldrum sínum til Hvammstanga þar sem hann ólst upp. Hann lærði tréskurð í Reykjavík hjá Stefáni Eiríkssyni tréskurðarmeistara,en hélt svo til Kaupmannahafnar 1913, þar sem hann settist á skólabekk í Teknisk Selskab Skole og nam þar teikningu.
Gunnlaugur hvarf þó heim frá Kaupmannahöfn, en tveim árum síðar hélt hann aftur utan og þá til Oslóar, þar sem hann komst inn í Listaakademíuna og var þar undir handleiðslu eins virtasta málara Norðmanna á þessum tíma, Christians Kroghs.
í Osló komst Gunnlaugur í snertingu við franska samtímalist og þá sérstaklega verk eftir Renoir og Matisse. Að loknu tveggja ára námi ferðaðist hann víða um Evrópu og kom síðan heim og 1922 hélt hann sína fyrstu einkasýningu. Sýnin Frakklands, þar sem hann dvaldi næstu fimm árin, eða til 1929.
Í París á þessum tíma var mikil listræn hringiða og varð Gunnlaugur fyrir miklum áhrifum frá þeim  hreyfingum sem helstar voru í gangi, s.s. expression- og kúbisma. Hann settist að í listamannahverfinu Montparnasse og sótti tíma í Akademíu André Lhote en færði sig fljótlega yfir í „Hina frjálsu vinnustofu" þar sem Fernand Léger var meðal kennara hans. Gunnlaugur hreifst af verkum Maurice Utrillos og Amedo Modiglianis og  raunsæismálverkið sem hann hafði tileinkað sér í Osló og reyndi hann í Parísarskólanum og átti verk á frægri sýningu á franskri samtímalist sem send var til Tókýó 1926. Honum var boðið að sýna verk sín í galleríi Billiet og Musée National du Luxembourg í París keypti af honum málverk sem sýndi höfnina í Reykjavík.
Á fjórða áratugnum sýndi Gunnlaugur víða um Evrópu, þó sérstaklega í Danmörku þar sem hann va landslags-, portrett-, sjávar- og hafnarmyndir, sérstaklega á Siglufirði og fólk við fiskvinnslu.
Gunnlaugur fluttist aftur til Íslands eftir að stríðið skall á í Evrópu og hér starfaði hann af krafti síðustu tuttugu ár ævi sinnar.

Gunnar B. Kvaran ritar um Gunnlaug