Þjónusta okkar

Innrömmun

Í Smiðjunni er unnið jöfnum höndum að innrömmun fyrir listamenn, eigendur myndverka sem og aðra þá er þurfa á slíkri þjónustu að halda. Boðið er upp á hágæða ramma, sýrufrí karton og margar tegundir af gleri. Reynt er að hafa afgreiðslufrest sem stystan 2-3 daga en í "neyðartilfellum" má jafnvel fá verki lokið á einum degi.

Góð og sanngjörn þjónusta

Við höfu ávalt státað okkur af góðri þjónustu og sangjörnum verðum.

Pökkun og sendingar

Við höfum mikla reynslu í frágangi listaverka til flutninga, hvort sem er á milli landa eða innanlands. Smíðum kassa undir listaverk sem tryggja þeim öruggann flutning.

Speglar.

Sala á speglagleri og innrömmun á speglum fer vaxandi. Í Smiðjunni Innrömmun er veitt ráðgjöf og reynt að koma til móts við þarfir og óskir viðskiptavina okkar.

Fagmenn að störfum

Við hjá Smiðjunni höfum 24 ára reynslu í meðhöndlun myndlistar, hvort heldur sem er innrömmun fyrir fyrirtæki eða einstaklinga

Verðmat einstakra verka og dánarbúa.

Þekking okkar á myndlist okkar er yfirgripsmikil, ef þörf er á verðmati hvort heldur á einstaka verki eða heilu dánarbúi erum við til þjónustu reiðubúin.