Jóhannes Jóhannesson

Jóhannes Jóhannesson (1921-1998) var einn af stofnendum Septem-hópsins og þróaðist list hans frá hlutbundnum verkum til strangflatarlegrar afstraksjónar.  Í upphafi sjöunda áratugarins urðu myndir hans ljóðrænni og hring- og skeifulaga form æ meira áberandi á myndfletinum.