Jóhannes S. Kjarval

Jóhannes Sveinsson Kjarval fæddist á Efti-Ey í Meðallandi árið 1885. Hann hélt til náms til Kaupmannahafnar árið 1912 og stundaði nám við Konunglega listaskólann til ársins 1918 er hann hélt aftur heim til Íslands. Hann dvaldi einnig í London og á Ítalíu.

Kjarval mótað sér afar persónulegan stíl í myndverkum sínum og málaði landslagsmyndir á sérstakan hátt, af hrauni og er oft sagt að hann hafi kennt Íslendingum að horfa á og meta landið sitt. Hann ferðaðist um landið og málaði og dvaldi þá oft austur á Héraði en hann var alinn upp í Borgarfirði eystri. Hann málaði einnig margar myndir frá Þingvöllum.

Kjarval var mjög afkastamikill listamaður og eftir hann liggur fjöldi olíumálverka og teikninga, m.a. myndir af fólki gerðar með tússi, blýanti og krít.

Hann var mjög sérstæður maður svo að þjóðsögur mynduðust um hann í lifanda lífi. Kjarvalsstaðir í Reykjavík eru kenndir við þennan mikla listamann og er þar geymt mikið safn mynda eftir hann.

Kjarval lést árið 1972.