Kristján Davíðsson

Kristján Davíðsson fæddist í Reykjavík árið 1917 en er alinn upp á Patreksfirði.

Hann sótti kvöldnámskeið í myndlist hluta úr vetri hjá Finni Jónssyni 1932 og sér um það leiti myndir eftir þýska expressionista s.s. Kokoschka og Karl Hofer í þýsku myndablaði. Hann stundar myndlistanám við einkaskóla Jóhanns Briem og Finns Jónssonar á árunum 1935 - 36 og flyst til Reykjavíkur árið 1939.

Kristján var við myndlistanám íBarnes Foundation í Merion, Filadelfíu og University of Pennsylvania og fór oft til New York þar sem hann sá myndir eftir marga helstu samtímamálara í Guggenheim safninu.

Kristján er einn af brautryðjendunum sem stóðu fyrir Septembersýningunum á árunum 1947 - 52. Hann varð einn af þeim fyrstu til að komast í sýnikennslu til margra helstu meistara nútíma myndlistar og draga af þeirri reynslu rökréttar ályktanir.