Nína Tryggvadóttir

Nína Tryggvadóttir (1913-1968) listmálari og rithöfundur, Nína var fædd 16. mars 1913 á Seyðisfirði.  Nína var þekkt fyrir myndlist sína en gaf einnig út nokkrar barnabækur. Hún var löngum búsett erlendis, m.a. í Kaupmannahöfn, París, London og New York þar sem hún bjó síðustu árin. Á árunum 1940-1943 dvaldist Nína í Reykjavík og kynntist þá mörgum listamönnum í Unuhúsi, m.a. Louisu Matthíasdóttur sem einnig var samtíða henni í listnámi í Bandaríkjunum 1943-1946.