Svavar Guðnason

Svavar Guðnason fæddist í Hornafirði árið 1909 og fór til Kaupmannahafhar 1935. í Danmörku var Svavar m.a. viðriðinn útgáfu tímaritsins „Helhesten" og tók þátt í „haustsýningum" danskra listamanna, en hópurinn sem stóð að þeim sýningum, myndaði síðan hinn sk. „Cobra-hóp". í honum voru m.a. listamennirnir Ejler Bille, Egill Jacobssen og Asger Jorn.  Svavar hélt alfarið heim til íslands 1951, en 1945 hafði hann sett upp sýningu á verkum sínum í Reykjavík, sem Ólafur Kvaran listfræðingur sagði að hefði markað upphaf „abstrakt"-listar á íslandi.