Guðrún Svava sýnir Akvarell

Guðrún Svava opnar hjá okkur í Smiðjunni – listhús sýningu á Akvarell máluðum á árabilinu 2001-2. Endilega kíktu við og skoðaðu þessi glæsilegu verk, nú eða bara til þess að fá þér kaffisopa.

Valgarður Gunnarsson nýtt í sölu

Valgarður Gunnarsson, nýtt í sölu.   Valgarður Gunnarsson er flestum kunnur, hefur hann um langt árabil unnið að list sinni. Vorum að fá nokkrar glæsilegar myndir í sölu eftir þennan frábæra listamann. Endilega kíktu við og skoðaðu þessi glæsilegu verk, nú eða bara til þess að fá þér kaffisopa.

Karólína Lárusdóttir

Karolína Lárusdóttir. Höfum við fengið nokkur olíuverk eftir okkar ástsælu myndlistarkonu Karólínu Lárusdóttur. Endilega kíktu við og skoðaðu þessi glæsilegu verk, nú eða bara til þess að fá þér kaffisopa.

Jóhannes Sveinsson Kjarval

Vorum að fá glæsilega mynd eftir Jóhannes Kjarval í sölu, er þetta verk sem máluð er á fyrrihluta síðustu aldar í kringum 1925.  Myndin er merkt af listamanninum; Jóhannes Sveinsson Kjarval. Endilega kíkið við hjá okkur, fáið ykkur kaffi og skoðið fallegar myndir.

Mynd eftir Ísleif Konráðsson í sölu

Við fengu stórglæsilega mynd í sölu eftir myndlistamannin Ísleif Konráðsson. Ísleifur Konráðsson var ólærður myndlistamaður sem hóf feril sinn á sjötugsaldri. Myndir hans er hægt að flokka sem “Naivism” eða barnslegar myndir. Endilega kíkið við hjá okkur, fáið ykkur kaffi og skoðið fallegar myndir.  

Haukur Dór fékk frábærar viðtökur

Sýning Hauks Dór fékk frábærar við tökur. Var það mat manna að hér hafi ein glæsilegasta sýning Hauks Dór um árabil. Mikill og góð aðsókn var á sýningunna alla sýningardaganna og er gaman að sjá hvað “landinn” er sólginn í myndverk Hauks Dór. Þó að sýningin hafi verið tekin af veggjum Smiðjunnar er eitthvað til […]

Haukur Dór 50 ára sýningarafmæli

Smiðjan – listhús býður til 50 ára sýningarafmæli Hauks Dór Smiðjan – listhús býður þér og getsum þínum að vera við opnun 50 ára sýningarafmælis á verkum Hauks Dór fimmtudaginn 26. mars klukkan 20.00 og þiggja léttar veitingar. Sýningin stendur til 7. apríl 2015 Haukur Dór er fæddur í Reykjavík 1940 og nam við Edinburgh […]

Ný heimasíða í loftið

Eftir að hýsingaraðili okkar varð fyrir vélarbilun og mikill hluti af okkar gögnum varð fyrir skemmdum þar á meðal heimasíða okkar ákváðum við að setja upp nýja heimasíðu. Við kynnum því með stolti www.myndlist.com útgáfu 3. Heimasíðan er gerð til þess að skoða á flestum tækjum, símum, spjaldtölvum ásamt hefðbundnum tölvum. Vertu velkominn.

Jólasýning 2014

Á jólasýningunni þessi jól erum við með glæsilegar myndir eftir marga af okkar bestu myndlistarmenn. Svavar Guðnason, Jóhannes Kjarval, Þorvald Skúlason, Hafstein Austmann, Karl Kvaran,Valgarð Gunnarsson, Tolla ásamt fleirum. Við erum með heitt á könnunni.