Valgaður Gunnarsson

Valgarður útskrifaðist úr Myndlista - og handíðarskóla Íslands vorið 1979. Árin 1979- 1981 var hann við nám í Empire State College í New York í Bandaríkunum.

Valgarður hefur haldið fjölda einkasýninga m.a. á Nýlistasafninu (1982), á Mokka kaffi í Reykjavík (1983), í Listasalnum Nýhöfn (1988 og 1991), í Gallery Boj í Stokkhólmi í Svíþjóð (1989), í Bennett Galleries Tennessee í Bandaríkjunum (1993 og 1995), í Din Institut í Berlín í Þýskalandi (1994), á Sjónarhóli (1997) og í Listasafni ASÍ (1999).

Hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga m.a. í Norræna húsinu (1983), Ungir myndlistarmenn á Kjarvalsstöðum (1983), KUKS í Copenhagen Town Hall í Kaupmannahöfn í Danmörku (1984), Listasafn Íslands (1984), Kjarvalsstaðir (1987 og 1988), 7 málarar í Listaskálanum í Hveragerði (1997) List í orkustöðvum Landsvirkjun - Ljósafoss Selfoss (2000).Valgarður vinnur olíumyndir á striga sem og vatnslitamyndir.

Hann saumar gjarnan í myndirnar sínar og hefur það hlotið mikla athygli og þykir sérstakt.

valgardur_gunnarsson_0