“Myndlist” er samheiti yfir þær fjölmörgu og fjölbreyttu listgreinar sem byggjast fyrst og fremst á sjónrænni framsetningu.
SMIÐJAN LISTHÚS
Við erum sérfræðingar í verðmati
Við hjá Smiðjunni listhús tökum að okkur að verðmeta verk fyrir einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir sem og tryggingarfélög. Til grundvallar verðmatinu liggur mikil þekking á íslenskum listamarkaði sem og áratuga reynsla í meðhöndlun og sölu listaverka, Smiðjan Listhús verður 30 ára 2021.
Sala og ráðgjöf
Smiðjan er í góðu sambandi við fjölmarga listamenn, umboðsala á list sem og aðstoð við sýningahald hvort heldur í sýningarsal okkar að Ármúla 36 eða í öðrum salarkynnum. Nýjir listamenn sem og eldri nýta þjónustu okkar, enda þekktir fyrir góða og faglega þjónustu
Helstu listastefnur
20. aldar í Evrópu
KÚBISMI
Listastefna á fyrri hluta 20. aldar. Kúbismi er dregið af gríska orðinu kybos sem þýðir teningur.
SÚRREALISMI
Bókmennta- og listastefna á fyrri hluta 20. aldar. Súrrealismi er dregið af franska orðinu surréel sem merkir ofar veruleikanum.
ABSTRAKT
Listastefna á 20. öld. Abstrakt verk eru óhlutbundin þannig að þau líkja ekki eftir raunverulegumfyrirmyndum eða hlutum, heldur leggja áherslu á form og liti.
SYMBOLISMI
Bókmennta- og listastefna á seinni hluta 19. aldar og byrjun 20. aldar, oft kölluð táknhyggja á íslensku.
MÓDERNISMI
Módernismi er samheiti yfir helstu listastefnur 20.aldarinnar fram til 7. áratugarins.
IMPRESSJÓNISMI
Frönsk listastefna þar sem listamennirnir reyndu að fanga áhrifin (impression) af birtu og ljósi náttúrunnar.
ÞÝSKUR EXPRESSJÓNISMI
Expressjónismi blómstraði í Þýskalandi á árunum1905–25. Orðið expression merkir tjáning.
Fréttabréf
Hér hefur þú möguleika á að skrá þig á fréttabréf okkar. Við munum senda út 8-12 fréttabréf á ári. Eftir að þú hefur skráð þig munt þú fá sendan tölvupóst á skráð netfang og þarft þú að staðfesta ætlun þína að skrá þig á fréttabréf Smiðjunnar.
Á þessari síðu munum við einnig birta áður send fréttabréf.
Bestu kveðjur. Smiðjan