Hver erum við
og
hvað gerum við?
Smiðjan listhús
Smiðjan Listhús, Ármúla 36 var stofnuð sem innrömmunarfyrirtæki í júní 1991. Höfum við því verið starfrækt í 29ár. Stofnandi er Bjarni Sigurðsson og hann ásamt eiginkonu sinni Helgu Björg Sveinsdóttir eru eigendur Smiðjunnar listhúss.
Myndlist meistaranna
Sala á verkum eldri meistara í Íslenskri myndlist hefur aukist jafnt og þétt og komið að Smiðjan listhús er orðið einn af betri stöðum til að heimsækja þegar kaupendur eru í leit að Íslenskri málaralist, hvort sem verið er að leita að samtímalist eða myndverkum gömlu meistaranna. Umboðssala á verkum er einnig stór þáttur í okkar starfi og eru myndirnar metnar og verðlagðar í samstarfi við forvörð og listfróða menn.
- OKKUR ER TREYST
Verðmat einstakra verka og dánarbúa
Þekking okkar á myndlist okkar er yfirgripsmikil, ef þörf er á verðmati hvort heldur á einstaka verki eða heilu dánarbúi erum við til þjónustu reiðubúin
- 100 % TRÚNAÐUR
Fagmenn að störfum
Við hjá Smiðjunni höfum um 30 ára reynslu í meðhöndlun myndlistar. Við bj´óðum upp á víðtæka þjónustu, þar á meðal aðstoð við að hengja upp myndir í fyrirtækjum eða heimahúsum, ráðgjöf við val á myndverkum.
Einnig erum við með glæsilegan sýningarsal á Ármúla 36 þar sem ávalt er mikið úrval myndlistar til sýnis og sölu, einnig höldum við myndlistasýningar á verkum Íslenskra myndlistarmanna.
- FAGMENNSKAN Í FYRIRRÚMI
Innrömmun
Í Smiðjunni er unnið jöfnum höndum að innrömmun fyrir listamenn, eigendur myndverka sem og aðra þá er þurfa á slíkri þjónustu að halda. Boðið er upp á hágæða ramma, sýrufrí karton og margar tegundir af gleri. Reynt er að hafa afgreiðslufrest sem stystan 2-3 daga en í “neyðartilfellum” má jafnvel fá verki lokið á einum degi.
- HRÖÐ OG GÓÐ ÞÓNUSTA
Pökkun og sendingar
Við höfum mikla reynslu í frágangi listaverka til flutninga, hvort sem er á milli landa eða innanlands. Smíðum kassa undir listaverk sem tryggja þeim öruggann flutning.
- VANDLÁTIR KAUPENDUR
Umboðssala fyrir listamenn
Við eru í góðu sambandi við fjölmarga listamenn, listamenn sem treysta á okkur þegar að því kemur að aðstoða við sýningarhald og sölu á list sem þeir skapa. Þarfir listamanna er mismunandi og getur aðstoð okkar verið sérsniðin af þörfum hvers og eins. Við skipuleggjum s´ýninar, seljum verk í umboðssölu, strekkjum og útbúum striga ásamt fleiru sem þörf er á. Nýjir listamenn sem og eldri nýta þjónustu okkar, enda þekktir fyrir góða og faglega þjónustu.
- VIÐ BERUM HAG ÞINN FYRIR BRJÓSTI